Um Okkur

big-logo

Velkomin á heimasíðu starfsmannaleigunnar og Ráðningarþjónusta Iceland Recruitment. Markmið okkar er að sinna fjölbreyttum þörfum íslensk atvinnulífs og uppfylla kröfur markaðarins og þar með viðskiptavina.
Það er að sönnu kostnaðarsamt og tímafrekt að finna rétt starfsfólk, hér komum við til skjalanna og útvegum fyrirtækjum hæfa starfsmenn á flestum sviðum með tiltölulega skömmum fyrirvara. Hvort heldur fyrirtæki þitt er í flugþjónustu, hótel og veitingarekstri, í ferðaþjónustu, sem byggingarverktaki nú eða annarri þjónustu. Við útvegum starfsmenn með viðeigandi menntun, reynslu og réttindi ef því er að skipta. Starfsmenn okkar eru enskumælandi en aðrar óskir skoðaðar eftir þörfum viðskiptavina. Persónuleg og góð þjónusta.

“Ég hafði írska og breska starfsmenn í vinnu á vegum Alan Matthews á árunum 2005 til 2008.
Fyrirtæki mínu var mikil akkur af því að hafa þessa menn í vinnu. Þeir skiluðu góðu verki á skemmri tíma en við höfðum vanist, við fundum því miður ekki sambærilega menn frá öðrum starfsmannaleigum.
Það var ekki einungis gott að vinna með þeim heldur bættu þeir einnig vinnuandann á staðnum og voru ávallt léttir í lund og þægilegir í umgengni.
Þú getur treyst því að Iceland Recruitment mun útvega starfsmenn í hæsta gæðaflokki. Öll samskipti verða auðveld, sem sparar bæði tíma og peninga.
Ég mæli eindregið með ráðningu á breskum fagmönnum og mun halda því áfram hér eftir sem hingað til.

Með vinsemd og virðingu”

Atli Ísaksson

Vinsamlegast hafið samband við Alan í síma 775-7336
alan@icelandrecruitment.is

logo